Innkallanir

Reykjavik - 17.03.2022

Innköllun á Bouncinette ömmustólum.

Stóllinn stóðst ekki uppfærða öryggisstaðla Evrópusambandsins og því höfum við ákveðið að kalla hann inn. Slys hafa ekki orðið vegna stólsins en í öryggismálum er auðvitað betra að stíga frekar of fast til jarðar. Það er því hægt að koma til okkar með stólana og fá þá endurgreidda - Munið eftir að hafa staðfestingu á kaupum meðferðis.

 
Reykjavik - 16.11.2021
Innköllun á silicone FRIGG snuðum.
Tilkynning hefur borist um að silikon geti losnað af á snuðum frá FRIGG. Það virðist gerast í 0.005% tilfella, sem betur fer hafa ekki orðið slys af þessu. Við biðjum því þau ykkar sem hafa keypt Silicone FRIGG snuð að skila þeim til okkar og fá þau endurgreidd - Munið eftir að hafa staðfestingu á kaupum meðferðis.
 
Reykjavik - 16.11.2021
Innköllun á Sebra leikgrind.
Vegna mögulegs galla í Sebra leikgrindinni köllum við nú inn allar slíkar grindur (e. baby-gym). Veikleikinn á við um grindur með batch númerum 106398, 2250, 2356 og 2357. Gallinn lýsir sér þannig að leikföngin sem festast í bogann geta dottið af. Við hvetjum því alla til að hætta notkun á leikgrindinni undir eins og skila henni til okkar, auðvitað gegn fullri endurgreiðslu. Vinsamlega skilið leikgrindinni, ásamt staðfestingu á kaupum, í verslun okkar í Ármúla 23.

Contact