Petit verslun   -   Ármúli 23    Mán-fös: 10–18    Lau: 11–16

Bugaboo Fox

 
Heimakær eða á sífelldu flakki? – Það skiptir ekki nokkru máli!

Nýjasta viðbótin í Bugaboo fjölskylduna, Fox, hentar frábærlega og fylgir þér og þínum kærustu hvert sem er. Útivera, ferðalag eða einfaldur túr út í búð verður nú hin þægilegasta athöfn. Þægindi er einmitt orðið sem lýsir þessari nýju glæsireið best. Rennslið hefur aldrei verið ljúfara og Bugaboo eru auðvitað ennþá leiðandi þegar kemur að aksturseiginleikum barnavagna. Það er beinlínis upplifun að keyra Bugaboo Fox!

  • Vagnstykkið er nú stærra og kerrustykkið enn sterkara en á sama tíma dásamlega létt og heldur börnum upp í 22kg, eða í kringum fimm ára.
  • Bremsan hefur verið endurhönnuð og smellist nú á og af án þess að skórnir þínir þurfi að gjalda fyrir það.
  • Fjöðrunarkerfið hefur verið bætt enn frekar, fjöðrunin er ekki lengur aðeins við dekkin heldur einnig inni í grindinni sjálfri.
  • Með mismunandi samsetningum er nú hægt að búa til yfir 5000 mismunandi Bugaboo Fox!

Allir frábæru eiginleikar Bugaboo eru auðvitað enn til staðar, allt frá bílstólafestingum til systkinapalla.

Við svörum gjarnan öllum frekari spurningum í Ármúla 23 eða sendu okkur línu á petit@petit.is

 

  • 1 af 1

Leitaðu í versluninni