PETIT – HAMINGJUMÓTIÐ

Hamingjumót Petit árið 2023 verður haldið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 12-13. ágúst 2023.
Upplýsingar um leikjaplan, vallarskipulag ásamt upplýsingum um bílastæði má finna hér að neðan.
Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna og er lögð áhersla á að krakkarnir hafi gaman á mótinu og kynnist stemningunni sem fylgir fótboltamótum. Mikilvægt er að leyfa krökkunum að vera á sínum forsendum.
Keppendur fá verðlaunapening og gjöf fyrir þátttöku á mótinu.
Þátttökugjald er 3.500 kr og munu 500 kr. af gjaldinu renna til Ljónshjarta.
Ljónshjarta eru samtök til stuðnings  fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri. Nánari upplýsingar um Ljónshjarta má sjá á https://www.ljonshjarta.is
Til að skrá lið til þátttöku skal senda póst á fotboltamot@vikingur.is
Nánari upplýsingar veitir Jakob Örn Heiðarsson í síma 519-7605 – Ívar Orri Aronsson í síma 519-7602  / tölvupóstur fotboltamot@vikingur.is.

Contact